Í dag var niðurrifið klárað! Fengum frábæran liðstyrk frá Blikkinu og þeir rifu alla klæðningu og sag innan úr risinu. Eiki rokk kom upp nýrri rafmagnstöflu og byrjaði að draga í og við hjónin náðum aðeins að einangra. Það fannst margt áhugavert inni veggjunum uppi á lofti, m.a. Jesúmynd og bollastell.

Það var líka soldið mikið rusl! Erum búin að fylla gám nr.2 og nóg eftir.


Sandra var send uppá Skaga eins og um síðustu helgi. Fór í Skógræktina og krítaði alla stéttina hjá ömmu Steinu :)
No comments:
Post a Comment