Sunday, August 5, 2007

Stuð um verslo

Heiðargerðarhjónin og Pétur á grund eru búin að láta hendur standa fram úr ermum um verslunarmannahelgina á meðan Sandra fær smá mömmutíma eftir alla pössunina :) Mér skilst að það sé heilmargt búið að gerast, m.a. niðurbrot á útitröppum til að rýma fyrir andyri og grindaruppsetning í loftið á aðalhæðinni. Mér skilst einnig að myndir hafi verið teknar þessu til sönnunar og verða þær vonandi birtar von bráðar ;)
Kv. Ása

2 comments:

Anonymous said...

hlakka til að sjá myndir. ef þær koma ekki þá er bara spurning um að mæta bara á staðinn ;)
gangi ykkur vel.
knús,
a.

Anonymous said...

Já það væri gaman að sjá myndir
:-). Þið eruð ekkert lítið dugleg í þessu öllu saman.