Tuesday, May 6, 2008

Á laugardaginn fóru þreföldu tengdafeðgarnir í bæinn og afi lakkaði gluggakarmana uppi og kíttaði - en var því miður að þróa með sér brjósklos eða eitthvað álíka viðbjóðslegt og var orðinn alveg off um kvöldið :/ Pabbi og Pétur voru úti að reyna að klára að rífa spýturnar frá steypunni og lögðu svo plastdúk yfir neðsta hlutann sem fer undir mold.

Náðu því miður ekki að klára og við hjónin fórum í bæinn daginn eftir og leigðum brotvél. Vorum að vinna í síðsta hlutanum sem er fyrir framan húsið en það lak mjög mikil steypa niður og við náðum ekki alveg að brjóta hana alla þrátt fyrir brotvélina! Ég vorkenni Pétri mjög mikið eftir að hafa verið með honum í þessu því þetta er algjör þrælavinna og vonlaust að koma sér í vinnustellingar því skurðurinn er líklega metri á breidd þar sem hann er breiðastur! Svo hrynur allt sem maður mokar jafnóðum ofaní aftur og solleiðis...
Bæti inn fleiri loftlista myndum til að hressa mig við hehe


horft innúr eldhúsinu
strompurinn geggjað flottur!
ofninn sem á að vera þarna sést úti á miðju gólfi...

4 comments:

Anonymous said...

gaman að sjá myndir.
ég sendi pétri mínar innilegustu baráttukveðjur með þetta leiðinlega...ohhh.
spurning um að renna við næstu eða þarnæstu helgi...
gangi ykkur vel á lokasprettinum.
knús,
anna jóh

Anonymous said...

svakalega lítur þetta vel út - humm ég er að hugsa um að tjalda bara í garðinum ykkar (því hann er stærri en hjá Bryn) og svo get ég bara borðað ýmist hjá ykkur eða þeim og ef það er mjög kalt eða mikill vindur þá kannski fæ ég að krassa inni hjá öðru hvoru ykkar!!! (íbúðin sem ég bý í er að fara á sölu sko!) ;p

Anonymous said...

Innlits kvitt.
Knús Dirra frænka.

Ása said...

æ,æ en fúlt, Hrabba mín. Það gengur nú samt örugglega ekkert hratt að selja þessa dagana...