Nú eru allar klær úti. Ég var í tvo daga að moka moldarbarðinu burtu, sem var meðfram skurðinum í kringum viðbygginguna. Svo er búið að fylla upp með möl og sandi og hellurnar bíða á stéttinni. Nú þurfum við bara aðeins meiri sand, þjappara (eitthvers konar rör skilst mér) og einhvern sem kann að helluleggja hehe
Við Pétur fórum svo í dag og keyptum parket og undirlag í Parka og ég fæ það sent á morgun eftir hádegi! Pabbi verður hjá mér og hjálpar okkur af stað og svo fær Pétur ekki að koma á Skagann fyrr en parketið er klárt. Næs að hafa uppábúið hjónarúm uppi á lofti hehe
Myndir koma bráðum - myndavélin gleymist alltaf í húsinu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ohhh gaman.
allt að gerast :)
gangi ykkur vel á lokasprettinum.
knús,
anna "royal" jóhannesdóttir.
ps. til hamingju með brúðkaupsafmælið :)
Post a Comment