fyrsta hillan!
prinsessuljósið hennar Söndru
Tókum eldhúsið í gegn í vikunni. Gátum loksins splæst í eldhúsvask og krana, þurftum alveg að endurraða eldhúseiningunum til að láta pípurnar passa. Festum svo einingarnar og plötuna þannig að þetta er að verða eins og alvöru eldhús. Eða hálft alvöru eldhús hehe En vatnslásinn var ófáanlegur þannig að við verðum að halda áfram að hella niður í uppþvottavélina ;)
Erum komin með mann til að teikna burðarþolsteikningu af viðbyggingunni og Pétur fékk að vita hvernig festingar á að nota þannig að minn maður er búin að vera úti að skrúfa eins og enginn sé morgundagurinn. Svo er hægt að fara að klæða þakið í framhaldi af því en við erum ennþá að bíða eftir smiðnum okkar til að festa hurðina og gluggann svo að hægt sé að klæða útveggina.
Bíllinn okkar virðist vera endanlega búinn að missa móðinn og ég vona að kallinn finni nýjan bíl handa mér í vikunni því að ég þarf svo mikið að fara í IKEA og Kringluna og sonna í orlofinu ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Voðalega er gaman að fylgjast með framkvæmdunum hjá ykkur.
Hvert handtak verður svo eftirminnilegt og þegar upp er staðið þá
brosið þið af öllu puðinu .
Knús Dirra frænka.
og ekki spillir fyrir að nýi ikea-bæklingurinn kom í hús í dag.
vona að þið finnið bíl fljótt :)
knús,
anna.
Ykkur líður örugglega öllum betur að heyra að vatnslásinn kom á föstudaginn!
hehe glæsilegt ;)
Sjáumst á morgun!! Jebb þá er komið að því :D
'Ullala bara allt að vera voða kósý:) gaman að fylgjast með þessu!
Post a Comment