Monday, December 1, 2008

rosa dugnaður

Ullin fyllti okkur eldmóði og við erum bara búin að vera nokkuð dugleg síðustu daga. Pabbi og Pétur búnir að ulla og plasta allt. Fórum í góða IKEA ferð og keyptum 3 hillur og eina hurð á eldhúsinnréttinguna:


(sést ekki vel á myndinni en þetta er svartbæsuð viðarklædd hurð og svo verður borðplatan annað hvort eikar límtré eða hvítur steinn...)

Svo breyttum við uppi í risi og færðum rúmið hennar Katrínar inn til Söndru og gerðum smá leikkrók í staðinn og settum upp tvær hillur:





Svo er búið að hengja snagana og skóhillur inní "forstofu" svo að það léttir aðeins á stofunni þó að auðvitað sé andyrið ekki tilbúið.

Þessi kall mætti svo í dag og er langt kominn að smíða grindina undir klæðninguna :)

2 comments:

Köben said...

Las þetta fyrst sem að pabbi þinn væri búinn að vera að ulla, þú veist, eins og ullabjakk. Gaman að sjá hvað þetta skríður áfram, eru kannski naglar efstir á óskalistanum?

Ása said...

Já, og klósett hehe