Allt gekk upp hjá okkur á laugardaginn. Redduðum pössun, bíl með krók og fengum lánaða kerru hjá nágrannanum. Svo var tekið til við að saga niður allt limgerðið og ferja burt. Við tímum nefnilega ekki þessum blett undir gróður því þarna er eina kvöldsólin. Svo tókum við til í bakgarðinum, fórum með sumt í Sorpu og stöfluðum nýtanlegu timbri til hliðar við húsið. Svo er næsta skref að láta skafa garðinn og slétta og þökuleggja. Við ætlum svo að nota stóru gömlu hellurnar sem fylgdu garðinum þar sem pallur á að koma seinna.
Ef það verður gott veður næstu helgi ætlum við að rífa upp hellurnar í bakgarðinum og þá er allt klárt fyrir gröfuna!
Annars er allt í veikindum og volli núna- eins og stundum ;) Sandra er með hita fimmta daginn í röð en er smám saman að hressast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
gott veður! Er það eitthvað atriði?!
Fólk sem fer í vorhreingerningu í garðinum í norðanhríð er varla að velta því mikið fyrir sér;)
Post a Comment