Thursday, June 10, 2010

Inni og úti

Pétur er niðri í kjallara núna að klára að brjóta kantinn í gestaherberginu sem sést á mynd hérna neðst. Doddi kom á mánudaginn eftir vinnu og náði næstum að klára niðurbrotið ;) En hann ætlar svo að flytja inn í herbergið í haust.
Svo reynum við að vera sem mest úti í garði eða eins og stelpurnar leyfa. Það er svosem hægt að sleppa Söndru lausri núna en Katrín er alveg skæð með að stinga af. Snögg og útsmogin eins og stóra systir hehe

Við erum að undirbúa pallasmíð. Færa til jarðveg og svo er að fara að grafa holur og steypa staura. Gamla útidyrahurðin verður svo tekin í gegn og látin duga sem svalarhurð. Svo erum við komin með rifs og erum að reyna að rækta gulrætur, rabbabara og kartöflur.

Sandra er farin að hjóla án hjálpardekkja og kemst núna alltof hratt. En Kata litla er enn ekki búin að mastera þríhjólið ;)


Moldarhrúga sem við vorum að slétta úr og moka burt því þarna á að vera pallur útúr eldhúsinu :)


kjellinn


Helvítis kanturinn! Við erum búin að byrja nokkrum sinnum á þessu niðurbroti og gefist upp um leið. En núna ætlar það að takast.

3 comments:

Köben said...

átta mig ekki alveg á þessu. Ætlið þið að setja hurð út á endaveggnum eða breyta glugganum við hliðina á stiganum í hurð? Hlakka til að sjá þetta þegar við komum núna í júlí, þannig að það er engin miskunn!!

Ása said...

Við ætlum að hafa hurð úr endaveggnum - þannig að hún snýr að húsinu við hliðina.

Anonymous said...

það er svo æðislegt að fá að fylgjast með þessu hjá ykkur.
stórt knús á ykkur.
anna og co. (jóhönnuvinkona)