Friday, November 16, 2007

Sandra í heimsókn

Ekki mikið búið að gerast síðan síðast. Búið að vinna í grindinni í kvistinum og leggja smá panel. Reyndar eru slæmar fréttir með hann því hann virðist vera að losna í sundur! Kannski hitinn, kannski festingarnar sem við notuðum í staðinn fyrir að negla í nótina...? Alla vega lítur út fyrir að við þurfum að rífa hann af og byrja aftur :( Pétur náði í meira af hvítu klæðningunni áðan svo strompurinn verður líklega klæddur á morgun. Síðan ætlar Snorri að byrja að steypa í næstu viku.


Sandra að kíkja á holuna útum aðaldyrnar

soldið stór ;)

að kíkja á herbergið sitt :)

og kvistinn (sem þið sjáið að er eingangraður og plastaður og með þessa fínu grind)

5 comments:

Steina said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Steina said...

Voða er þetta að verða fínt;)
Leiðinlegt með panilinn en er þetta ekki eitthvað sem má búast við af við! Ég meina hann þornar þegar hann kemur í hús...sem minnir mig á rifurnar milli gólfborðana sem ég ryksugaði eða kroppaði drasl uppúr á Teignum í gamala daga;)

Anonymous said...

Til hamningju með daginn, elsku Ása. Vonandi slær einhver upp veislu fyrir þig, nú eða bakar bara súkkulaðiköku.
Kveðja til allra
Harpa skarpa

Anonymous said...

hva áttu ammli í dag ;)
jæja víst ég sá það þá óska ég þér innilega til hamingju með daginn og vona að þú hafir átt góðan dag og kvöldið verði enn betra ;)
Knús

Anonymous said...

Þakka kveðjurnar ;) Jú, elduðum góðan mat OG bökuðum súkkulaðiköku!

P.S. kommentið sem ég eyddi var bara tvítekið, ekki neinn dóna-póstur ;)