Friday, March 7, 2008

Listaverk





Síðustu tvær vikur eru búnar að fara aðllega í listana í risinu "listaverkið". Það er frekar flókið að pússla þessu saman og t.d. dæmis gáfumst við Pétur upp á þessu þegar að við tókum Söndru herbergi í gegn á Sólvallagötunni! Það er ekkert hægt að spartla eða kítta til að redda sér því við ætlum að hafa þá ómálaða eins og panelinn. Verkfræðingurinn er nú samt alveg búinn að mastera þetta með trélím og vasahníf að vopni. Svo er ég að verða búin að undirbúa risið og stigaganginn fyrir málningarvinnu. Fór þrjár ferðir í bæinn í vikunni að pússa og spartla og þetta er að verða nokkuð gott. Náum mjög líklega að mála alla vega eina umferð um helgina :)
Kv. Ása

5 comments:

Anonymous said...

víííí ;)

Anonymous said...

spennó. :)
anna royal

Anonymous said...

Þetta kemur allt með hækkandi sól,gaman að fylgjast með gangi mála,kossar og knús frá mér.
Dirra frænka.

Rut said...

Ég er nú spennt að sjá hvernig lokaútkoman verður, helduru að þið verðið ekki flutt inn í sumar þegar ég kem heim ;)

Dagný said...

Greinilega allt að smella saman :)