Tuesday, April 22, 2008

Afi múraði strompinn með svo flottri áferð að okkur langar helst að hafa hann glærlakkaðann... hann ætlar að sjá til hvort það sé hægt. Svo bæsaði hann glugakarmana í risinu í stíl við nýja gluggann í kvistinum og svo þarf bara að lakka yfir.

Pabbi er svo búinn að líma loftlistana á allan stofu-helminginn á aðalhæðinni en kláraði efnið áður en hann náði að klára eldhúshlutann. Þetta er að sjálfsögðu gert með nákvæmni meyjunnar og sást varla í gólfið fyrir hvítum spænum sem hann hafði tálgað úr :) Þeir koma ótrúlega vel út og mér varð varla neitt úr verki á sunnudaginn því ég þurfti svo mikið að horfa á þá :)

Eg náði nú samt að brjóta einn vegg í holinu niðri í kjallara og henda brotunum í skurðinn kringum viðbygginguna. Nú er miklu meira pláss í kjallaranum og hann gæti jafnvel nýst sem leikaðstaða fyrir stelpurnar seinna.

Pétur greyið sat í súpunni enn einn daginn að rífa frá steypunni og gengur það mjög hægt enda fór steypan aðeins að leka og spýturnar eru kirfilega steyptar fastar við vegginn.

2 comments:

Berglind said...

Yesss.... fleiri myndir, fleiri myndir það er svo gaman að fylgjast með.

Kveðja
Begga

Ása said...

ohh, Pétur stelur alltaf af mér stóru tölvunni og nýjustu myndirnar eru í henni!