Sunday, April 13, 2008

massa helgi

Gólfplatan var klár fyrir steypu hjá smiðnum á fimmtudaginn og þá skelltu tengdafeðgarnir inn lögnum fyrir gólfhita :) Því miður náðist ekki að steypa samt fyrir helgi en það verður gert á morgun. Ég fór í bæinn á föstudaginn og klippti af trjánum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri það og þurfti að taka mig taki til að klippa ekki alltof mikið - fannst þetta frekar gaman. Katrín var með í för og prófaði í fyrsta skipti rimlarúmið og óróann sinn. Svo sótti ég Söndru og leyfði henni að sjá rúmið sitt og hægindastólinn. Síðan komu Doddi og Malla í heimsókn :)

Í gær og dag unnu þrjár kynslóðir tengdafeðga í húsinu. Málarameistarinn múraði strompinn og pússaði alla gluggana í risinu. Sá í miðið kláraði að loka stiganum uppí ris og byrjaði á kjallarastiganum en juniorinn kláraði að plötuleggja gólfið á aðalhæðinni og tók til í garðinum. Takk fyrir það - elsku kallarnir mínir.
knús Ása

No comments: