Tuesday, May 13, 2008

Við Katrín erum búnar að fara tvisvar í vikunni í bæinn, fyrst í sund og svo að mála í bæði skiptin. Þetta voru fyrstu sundferðir Katrínar og henni fannst sjúklega gaman :) Svo sefur hún eins og rotuð á eftir. Pétur tók sér frí frá húsinu á laugardaginn og við fengum Ísak og Jóhönnu og börn í mat. Vorum reyndar hjá tengdamömmu (sem var í Búdapest) og höfðum það mjög gott, grilluðum og fórum í pottinn...
Pétur fór einn í bæinn á sunnudaginn og svo fórum við saman í gær með Katrínu. Fyrst í Neslaugina auðvitað hehe Ég málaði meira í eldhúsinu og Pétur tók til í garðinum. Grasið var orðið heiðgult undir spýtunum! Vonandi nær það að jafna sig í sumar.

Annars erum við bara nokkuð hress og kát. Núna ætla ég bara að drífa í að klára að mála aðalhæðina, svo þegar viðbyggingin er orðin fokheld og klósett og vaskur farin að virka þá flytjum við beint inn! Okkur er orðið sama þó það verði ekki komið parket eða eldhús eða lýsing og gólflistar; þurfum bara að koma okkur í bæinn svo þetta fari að ganga hraðar.

stigagangurinn að verða fínn

sést móta fyrir eldhúsi ;)

Pétur byrjaður að rífa frá steypunni í loftinu í gestaherberginu...

aðeins að pústa í tiltektinni

5 comments:

Anonymous said...

hehe já svo er bara að skella grillinu út og þá þarf ekkert eldhús ;)

Ása said...

einmitt ;)

Anonymous said...

haha já það væri töff.
gangi ykkur vel á endasprettinum :)
knús,
anna panna.

Rakel said...

Já allt að gerast.
Þetta lítur svo vel út það sem komið er. Gangi ykkur vel.

Anonymous said...

Innlits kvitt,knús og kossar.
Dirra frænka.