Tuesday, June 17, 2008

17. júní

Við hjónin héldum uppá tveggja ára brúðkaupsafmælið með því að fara í bæinn, gæða okkur á sushi, fara í bíó og sofa svo á Grundinni :) Gáfum hvort öðru ný rúmföt og gardínur í afmælisgjöf (2ja ára er víst bómull). Frekar næs. Þetta var fysta næturpössunin hennar Katrínar og gekk svona líka vel enda er þetta er hún "heima hjá sér". Við gátum svo ekki stillt okkur um að mála aðeins og taka til þegar við vöknuðum hehe

Þórður Árnason málarameistari og frú unnu hörðum höndum síðustu helgi og tóku alla gluggana á miðhæðinni í gegn fyrir lökkun. Afi glærlakkaði líka gluggana í risinu og amma mokaði risa hrúgu af sandi ofaní gryfjuna ;)

Pabbi tengdi báða flottu pottofnana á aðalhæðinni og þeir eru farnir að virka fínt. Núna er alveg búið að mála aðalhæðina og setja upp rósettu fyrir fínu, dönsku ljósakrónunu. Þá er bara eftir að lakka gluggana og parketleggja.

2 comments:

Anonymous said...

heyrðu já ég fattaði það nottla ekki ... jæja til hamingju með daginn í gær ;) Haga-Geiturnar (sem þú munt slást í hóp með fljótlega) ásamt einni BB gellu fóru í fjallgöngu í gær tja eigum við ekki bara að segja ykkur til heiðurs :D

Knús
;*

Ása said...

Yess! Get ekki beðið eftir að verða Haga-geit :)