Sunday, July 27, 2008

sumarfrí 2008

Vorum að koma heim úr vel heppnaðri útilegu/bústaðaferð. Fengum lánaðan ömmu og afa bíl og kíktum á Caringó (frumsamið celeb-heiti á Ingó og Carynu) norður í Vesturhóp í Húnavatnssýslu. Við tjölduðum fína tjaldinu okkar fyrir utan þrátt fyrir laus rúm í bústað því við vorum komin í mikið útilegustuð enda var ekkert farið síðasta sumar vegna húsamála ;) Gleymdum því miður myndavélinni þannig að við getum ekki glatt aðdáendur okkar með bústaðamyndum.

Pétur og Siggi í næsta húsi eru búnir að rífa niður girðinguna á milli húsanna og til stendur að reisa nýja og betri hummmm, veit ekki alveg hvenær við höfum tíma í það! Kannski þegar við erum búin að klára viðbygginguna og baðherbergið og eldhúsið og helluleggja fyrir utan??? hehe En alla vega er garðurinn búinn að stækka töluvert við þetta ;) Á meðan klippti ég limgerðið í annað skiptið í sumar, held það hafi vaxið um tæpa 50 cm síðan síðast!

Sandra er búin í sumarfríi og fer aftur í leikskólann á morgun og þá getum við Katrín farið að taka til hendinni hérna heima. Rennum sérstaklega hýru auga til geymslunnar sem sárlega þarfnast stílista og sandhrúgunnar fyrir utan sem þarf að mokast - kemur í ljós í næstu færslu ;)

No comments: