Monday, September 22, 2008

góðir hlutir






Eiki bleiki er on fire! Hann er búinn að vera að alla vikuna með vindinn í fangið að klæða viðbygginguna. Pétur bættist svo í hóðinn á föstudaginn. Við gátum ekki lengur beðið eftir smið því það var farið að mígleka inn meðfram hurðinni og niður í kjallara. Lenti m.a. í því að rafmagnið fór af um miðja nótt þegar Pétur var í London. Sökudólgurinn var framlengingarsnúra á kafi í vatni fyrir aftan ísskápinn niðri.

Núna er komin hurð og gluggi í viðbygginguna og þeir langt komnir með að klæða.

2 comments:

Köben said...

Þetta er allt að gerast, sé ég. Það verður allavega munur að geta lokað þessu fyrir veturinn, og dundað við baðið rigningar- og rokfrítt!

Anonymous said...

vá...
eins gott að ekki fór verr.
gaman að sjá myndir.
bið að heilsa í bili.
knús,
anna.