Sunday, October 7, 2007

komnir ofnar

Pétur er búinn að fara að heiman í vinnufötum bæði laugardag og sunnudag en var fastur í vinnunni báða dagana og komst aldrei í húsið! :/ Frekar fúlt. Pabbi er búinn að koma hita í húsið og það eru komnir ofnar í risið og kjallarann. Það verða tveir gamlir pottofnar á miðhæðinni sem á eftir að sandblása. Sem er mjög mikill léttir því það var orðið ansi kalt.
Við erum komin með smið til að slá upp andyrinu - Snorri frændi reddar þessu ;) Og þá er bara að drífa í að grafa fyrir grunninum.

Við erum ennþá á Smáraflötinni hjá tengdapabba og höfum það mjög fínt. Samt komin með smá samviskubit Söndru vegna. Hún þarf að vera í bíl ca. 1,5 tíma á hverjum degi til að fara í leikskólann og er ekki með pláss fyrir allt dótið sitt og svoleiðis. Ég rýmdi til í einni bókahillunni um daginn og raðaði Söndru bókum í hana, hún hálf klökknaði af hamingju og þakkaði innilega fyrir sig ;) Músin. Veit ekki hvernig hún verður þegar hún fær heilt herbergi fullt af dóti!

Jæja, þið fáið að vita um leið og eitthvað merkilegt gerist, kv. Ása

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að heyra frá ykkur og til hamingju með ofnana,þetta kemur allt smátt og smátt,knús frá mér Dirra frænka.

Ása said...

Takk, Dirra mín xxx
Já, þetta er allt að koma. Gröfumaðurinn kemur um helgina að taka út verkið :)

Anonymous said...

Já þetta er allt að koma :) Gaman að heyra hvað litla daman er þakklát :D Gott að vera þannig gerður :)

Anonymous said...

æ, litla dúllan.
hvernig verður hún þá þegar hún fær herbergið :)
bið að heilsa á skagann.
knús,
anna.