Jæja, held við séum búin að gefast upp á gröfumanninum! Veit einhver um einn slíkan handa okkur - helst í bænum...?
Ég tók nokkrar myndir áðan en við hjónin tókum smá syrpu í að ulla og plasta kvistinn. Svo byrjuðum við á grindinni þar. Það var svo lokað á eina staðnum sem selur panelinn sem við erum að nota þannig að það bíður betri tíma.

Upptekinn maður

Söndru herbergi að verða fínt

suðurhliðin á Söndru herbergi, lítill og sætur ofn

verið að rétta soldið skakkan stromp - ætlum að klæða hann

og englabarnið sefur bara :)
Kv. Ása
2 comments:
hæ hæ frétti að gröfumaðurinn væri mættur ;)
þá fer þetta allt að koma ... er það ekki :D
haha þú ert alveg í innsta hring! Við s.s. redduðum nýjum manni, hann kom og skoðaði og mætti svo daginn eftir og kláraði dæmið ;) Bara snilld.
Post a Comment