Tuesday, October 30, 2007

grunnur óskast

Gröfumaðurinn er enn ekki byrjaður á grunninum en það á víst að gerast á morgun eða hinn... En við erum búin að vera mest í risinu. Ég og Katrín mættum á laugardaginn og tókum aðeins til hendinni :) Ég var aðallega í Byko ferðum en það munar alveg um það því eins svona búðarferð getur alveg tekið góðan klukkutíma! Við héldum áfram með panelinn og barnaherbergið er að verða fullklætt. Þá eru bara gólfin eftir (og reyndar viðbyggingin hehe). Pabbi hélt áfram fram á nótt en við fórum í matarklúbb!
Pétur skellti sér svo aðeins aftur á sunnudaginn og hélt áfram að panelleggja.
Kveð að sinni, læt Pétur taka myndavélina með á morgun
Ása

2 comments:

Anonymous said...

gaman að fylgjast með.
knús,
anna.

Anonymous said...

Innlits kvitt og til hamingju Katrínu, frétti að hún blómstrai.
Knús Dirra frænka.