Það er búið að gera mikið í risinu. Það er byrjað að negla gereftin í kringum gluggana þar á meðan síðasti skammturinn af panel þornar í hitanum inni. Annars er allt annað í bið þar til næst að saga hurðarop fyrir kjallaraherbergið. Þá er hægt að klára að steypa herbergið sjálft og steypuplatan virkar auðvitað líka sem gólf í andyrinu og baðherberginu og pallur. Þá er hægt að ganga innum aðaldyrnar og koma inn pottofnunum (sem eru í sandblæstri). Þegar ofnarnir eru komnir á sinn stað og tengdir er svo hægt að spartla, pússa og mála aðalhæðina.
Þannig að; við erum enn einu sinni að bíða eftir gati :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment