Monday, May 28, 2007

Það gengur vel með grindina en er auðvitað rugl vinna; að rétta rammskakka veggi smíðaða fyrir tíma réttskeiðarinnar. Fína klæðningin er komin upp á gaflinn í risinu og kemur mjög vel út. Samskeytin sjást varla og ekkert smá gaman að sjá hvíta veggi. Svo erum við loksins komin með teikningarnar frá arkitektinum og erum að ganga á milli granna og láta alla samþykkja kvist og andyri. Það gengur mjög hægt því allir þurfa að spjalla svo mikið ;) Byrjuðum líka á að þrífa kjallarann og flytja dót úr geymslunni þangað. Vorum að átta okkur á því að það er ekkert svo langt í 8. júní en þá þurfum við að afhenda íbúðina okkar!


(dósir fyrir halógen)


(grindin uppi í risi)


(Rabbi að saga grindarefni)


(veggur)

2 comments:

Anonymous said...

Það er ekki slæmt að hafa svona handlægna menn í fjölskyldunni,gangi ykkur vel með undirskriftirnar,knús Dirra frænka

Anonymous said...

Sæl og blessuð

Brilliant hjá ykkur að kaupa hús og rífa það allt í sundur og byggja aftur :-) Þið eruð ekkert smá duglega , svo þegar að allt er reddy þá er bara að bjóða okkur decode kellunum í heimsókn!!!
Kveðja,
Sigga Jóna