Monday, July 9, 2007

tiltekt


(garður "before")















Leigðum þessa líka fínu Byko kerru í gær og tókum ruslið úr garðinum í þremur ferðum. Slepptum pottofnunum fínu sem lítur út fyrir að verði flestir notaðir. Svo leigðum við bensínorf til að slá því grasið (fíflarnir) var orðið alltof hátt fyrir sláttuvél! Fórum svo eina Sorpuferð enn með grasið og skiluðum öllu klabbinu á tækjaleiguna. Á meðan var pabbi að vinna í rafmagninu.
Síðan þurfti að bruna uppá Skaga því enginn vildi missa að Dýrunum í Hálsaskógi í Skógræktinni með Söndru :) Hún er annars komin í sumarfrí og er hjá ömmu Steinu sinni í góðu yfirlæti.

6 comments:

Anonymous said...

MYNDIR!!!
;D

Anonymous said...

já, ég veit :/ Lofa að setja inn í kvöld...

Anonymous said...

Smá kvitt,knús.

Anonymous said...

Takk ;)
annars er ég forvitinn að vita hvar nákv. þetta hús er ... fynnst ég kannast við rauða húsið í "bakgarðinum" veistu hverjir búa þar nokkuð?

Anonymous said...

Hæ hæ

En gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur :-) Hlakka til að sjá hvernig þetta verður þegar allt er komið í stand !!! En hvernig líður litla ófædda erfingjanum ?

Kveðja,

Sigga decode

Erna said...

Er ekkert að ske?