Monday, July 7, 2008

fjölskylduhelgi

Þetta er það sem ég er búin að vera að bíða eftir! Allt síðasta ár er Pétur búinn að fara í bæinn allar helgar og ég er ein með stelpurnar eða þær í pössun. Við bættum alla vega úr því þessa helgina og byrjuðum á því að fara í Húsdýragarðinn, í strætó meira að segja! Kíktum svo á Ísak og Jóhönnu. Í gær byrjaði dagurinn á sundferð svo fóru allir heima að borða og leggja sig hehe og svo í afmæli til Eldars. Það var svo næs að hanga í garðinum þeirra að við vorum til ca hálf sjö! Krakkarnir nenntu endalaust að dunda sér, við erum alvarlega farin að íhuga læk í garðinn ;)

Það varð því ekki mikið úr hellulagninu, en við dreifðum úr sandinum á laugardaginn og Pétur byrjaði aðeins að moka fyrir dreni. En í dag byrjar gæsluvöllurinn fyrir Söndru svo að ég ætti að hafa tíma á daginn til að vinna í húsinu og koma okkur betur fyrir.
kveðja frá Grund, Ása

No comments: