Thursday, July 3, 2008

Sorrý, engar myndir ennþá :/

En það er stuð á Grundinni. Við Pétur erum blessunarlega sjónvarpslaus og erum sveitt fram á nótt alltaf að smíða eitthvað og raða og pæla. Fengum 3 eldhússkápa í gær og vorum til að verða tvö í nótt að setja þá saman! En það er þvílíkur munur að hafa smá borðpláss og hillur að raða í :)
Núna er ég reyndar að bisa við IKEA skiptiborð og Pétur þurfti að skjótast óvænt í vinnuna. Erum orðnir algjörir IKEA snillingar hehe

Það er ekki kominn vaskur í eldhúsið þannig að það þarf að hlaupa niður í þvottahús að skola það sem þarf að skola fyrir uppþvottavélina. mjög pirrandi. En þvottahúsið er algjör klassi, erum með isskáp og frystikistu þar niðri sem fylgdu húsinu sem á eftir að koma sér vel.

Við stelpurnar erum búnar að bralla mikið í fríinu hennar Söndru. Sundferðir eru mjög tíðar eins og gefur að skilja og svo erum við búnar að fara í fjöruferð, á bókasafnið (sem er frábært fyrir krakka!), Boltaland og Ævintýraland (hehe draumur allra húsmæðra) og á trampólínið í garðinn hjá nágrannanum (hann bauð okkur sko) ;) Á morgun er það alla vega enn ein sundferðin...
Ég get varla beðið þar til á mánudaginn þegar gæsluvöllurinn byrjar! Þær passa ekkert spes saman, systurnar, hvað afþreyingu varðar.

Um helgina er það svo hellulagning og smá fjölskyldufrí kannski. Svo á að halda áfram með viðbygginguna eftir helgi.

1 comment:

Rakel said...

Hæhæ alltaf nóg að gera hjá duglega fólkinu.