Wednesday, December 10, 2008

Hlýtt og kósý

Gleymdi að segja að allt rafurmagn (hehe) pípulagnir,hiti í gólf og fyrsta klæðning er komin upp í viðbyggingu þökk sé Eika bleika. Við erum farin að nota hana sem andyri og vonandi náum við að redda a.m.k. baðkari og blöndunartækjum fyrir jól :/
Annars erum við auðvitað að missa okkur úr dugnaði eins og fyrri daginn og það er búið að gera jólakrans og piparkökuhús sem er nákvæmt líkan af okkar. Bökuðum sörur í fyrradag í fyrsta skipti,og í gær vorum við fram á nótt að taka til í verkærum og málningu og öðru sem við vitum ekki hvað er niðri í kjallara! Myndir seinna.

2 comments:

Köben said...

Er hann enn að herma eftir honum Ragga Þorbergs úr Súðavík með rafurmagnið!
Gott að það er kominn hiti, það munar svo um það, (eins og ég viti eitthvað um það, hef örugglega heyrt einhvern segja þetta og fundist gáfulegt!!) Hlakka til sjá ykkur um jólin, sérstaklega þó skruddurnar.

Berglind said...

Geggjað, þetta er allt að koma

Kveðja
Begga