Thursday, December 18, 2008

jájájájá

...desember er alveg að gera sig :)


Okkur áskotnaðist bráðabirgða klósett sem reyndist svo vera alveg þrælfínt. Það er s.s. búið að tengja það. Við fengum líka nýjar hillur í geymsluna og ég var fram á nótt í fyrradag að setja þær saman og flokka svo öll gömlu barnafötin í kassa og raða í þær. Í hita leiksins náði ég nú samt (því miður?) að eyðileggja gamla klósettið, stór og þung hurð kom þar við sögu, þannig að nú þarf bara að nota þetta nýja. Við erum samt ekki komin með vegginn sem skilur baðherbergið frá forstofunni þannig að klósettið blasir við þegar að einhver kemur inn. Þá er bara að muna að læsa hehe

Enn betri fréttir eru þær að Pétur er búinn að festa kaup á baðkari og blöndunartækjum og sækir það á morgun! Það lítur því ansi vel út með jólabaðið í ár.

2 comments:

Anonymous said...

Hmm ég sé fyrir mér senu í Berlínaraspirnar (eða var það Kuðungakrabbarnir)..ég segi ekki meira...
Steina

Anonymous said...

Fær maður ekki að sjá mynd af öllum fjölskyldumeðlimum prófa klósettið :)
Eiríkur