Tuesday, May 15, 2007

Enn ein helgin liðin :/

Það gerðist nú ekki mikið um síðustu helgi :/ En við hjónin náðum þó að klára að einangra risið. Við erum búin að láta sækja þriðja gáminn og þurfum vonandi ekki fleiri. Það er aðeins að létta til hjá pabba og hann var í húsinu í allan dag, skaust reyndar frá til að taka munnlegt stærðfræðipróf ;) Hann hélt áfram að leggja rafmagn og styrkti líka gólfið í risinu. Svo fer að styttast í að hægt sé að klæða veggina en við ætlum að prófa nýtt efni í þetta skipti sem er í litlum, samskeytalausum bútum og þarf mjög lítið að spartla. En það er víst klepparavinna að spartla og pússa gifsplötur...
Við mæðgurnar förum uppá Skaga annað kvöld að heimsækja m.a. Ernu og strákana og Pétur mun að sjálfsögðu vinna baki brotnu í húsinu á meðan - góður díll ;)
Meira síðar en hér eru nokkrar myndir teknar með nýju myndavélinni:
Kv. húsfrúin.




No comments: