Monday, June 11, 2007

Snillingar!

Eins og kannski var hægt að sjá fyrir ber Eiki rokk hitann og þungann af framkvæmdunum og mætir í húsið á hverjum degi eftir að hann komst í sumarfrí. Hann er búinn að klæða aðalhæðina og er byrjaður á stiganum upp. Svo mætti afi Doddi hress á laugardaginn og þegar þessir menn koma saman þá fara hlutirnir sko að gerast!. Þeir gerðu sér lítið fyrir og færðu útidyrnar þangað sem verður gengið inn eftir að andyrið kemur (erum enn að bíða eftir leyfi) og smíðuðu smá pall fyrir utan. Þá var hægt að halda áfram með stigann og gera stigagat fyrir kjallarann sem annars hefði lent beint fyrir innan útidyrnar... Svo var farið í að einangra og plasta þar í kring.








Við erum annars flutt á Skagann tímabundið og keyrum á milli. Erum ekki ennþá búin að redda nettengingu hérna sem skýrir strjálar bloggfærslur.

4 comments:

Anonymous said...

Þetta er eins og í ævintýri og hef ég grun um að þessir fræknu menn ásamt nokkrum öðrum hafi gert þetta áður,ég hitti Söndru á laugardaginn, hún var með ömmu Steinu og Sólu,gaman að hitta fólkið sitt,kossar og knús.Dirra frænka

Anonymous said...

þetta er geggjað hjá ykkur ... ég panta ykkur og nágranna ykkar á nesinu (vinir mínir) þegar ég kaupi í vesturbænum/nesinu ... það þarf nebbla allt lagfæringar á þessu svæði ;)

Farðu samt vel með þig Ása mín, litla lífið í fyrirrúmi takk fyrir ... hlakka til að sjá ykkur í haust

Knús
H

Anonymous said...

Barnið hvílisr sig bara í maganum meðan ég hamast ;) Nei, engar áhuggjur af mér - er að fara í tveggja vikna afslöppun!

Anonymous said...

já allt að gerasst. Gengur greinilega vel. Þið eruð heldur betur búin að vinna inn fyrir afslöppun núna.